Karellen

Foreldraráð er starfandi við leikskólann en samkvæmt lögum er skylda að hafa slík ráð og í því sitja þrír fulltrúar foreldra. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar um skólanámskrár og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Ráðið á einnig að fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.

© 2016 - 2023 Karellen