Karellen

Foreldrafélag Heiðarsels var stofnað vorið 1991. Allir foreldrar/forráðamenn barna á Heiðarseli verða sjálfkrafa félagar um leið og börn þeirra hefja dvöl í leikskólanum.

Markmið félagsins er að efla tengsl milli foreldra/forráðamanna og starfsfólks leikskólans og stuðla að sem bestri samvinnu þessara aðila til að tryggja velferð barna á Heiðarseli. Foreldrafélagið er einnig hugsað sem skemmtifélag þar sem foreldrar/forráðamenn hittast með börnin utan leikskólans.

© 2016 - 2023 Karellen