Karellen

Að byrja í leikskóla-aðlögun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barn og foreldra þess. Þegar barn byrjar á Heiðarseli eru foreldrar boðaðir í viðtal og þeim kynnt starfsemi leikskólans. Allt er framandi og ókunnugt, því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun í upphafi. Hvernig til tekst í byrjun getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins. Til að auðvelda barninu aðlögunina bjóðum við upp á þriggja daga þátttökuaðlögun. Á fjórða degi koma foreldrar með börnin sín og sækja þau á umsömdum dvalartíma. Aðlögunin byggir á þeirri hugmynd að öruggir foreldrar smita eigin öryggiskennd yfir til barna sinna. Jafnframt gefst foreldrum tækifæri til að kynnast öðrum foreldrunum og börnum þeirra. Þátttökuaðlögun byggir á því að foreldrar séu þátttakendur frá fyrsta degi. Þeir dvelja inn á deild með börnunum allan tímann og taka með beinum hætti þátt í daglegu starfi deildarinnar. Foreldrar fylgja börnum sínum í leik og starfi, skipta á og gefa þeim að borða. Leikskólakennarar skipuleggja aðlögunina þannig að foreldrar kynnist því hvernig dagurinn gengur fyrir sig í leikskólanum.

Dagur 1 – frá 09:00-12:00

Dagur 2 – frá 08:30-15:00

Dagur 3 – frá 08:30-15:00

Dagur 4 - börnin eru sinn vistunartíma í leikskólanum.

Börnin eru öruggari og þeim líður betur í leikskólanum ef foreldrar fylgja þeim og kynnast leikskólanum um leið og þau. Mikilvægt er að minna á trúnað og þagnarskyldu þar sem ljóst er að með lengri viðveru tímabundið fá foreldar óbeinar upplýsingar um önnur börn. Það er ekki leyfilegt að vera með gsm síma og leikskólar Reykjanesbæjar eru reyklausir.

© 2016 - 2023 Karellen