Elstu nemendur okkar á Bakka ásamt fjölskyldum sínum færðu okkur fallega gjöf núna rétt fyrir sumarfrí.
Þar voru tvö stærðfræðispil og tvö apaspil sem Bakkabörnum hefur þótt gaman að spila í vetur.
Við sendum okkar bestu þakkir fyrir þessar gjafir sem munu koma sér vel í leik og starfi í leikskólanum.