Í morgun komu starfsmenn frá Allt hreint færandi hendi og gáfu öllum börnum í leikskólanum páskaegg með ósk um gleðilega páska :)
Við þökkum kærlega fyrir okkur
...Í gær var páskaeggjaleit foreldrafélagsins hér í leikskólanum.
Börnin fundu litaðan stein á útisvæðinu sem þau skiptu út fyrir páskaegg.
Veðrið lék við okkur og nutu allir sín vel.
Við þökkum foreldrafélagninu kærlega fyrir.
...Í tilefni af degi leikskólans sem var 6.febrúar, settum við í Heilsuleikskólanum Heiðarseli upp þrautarbraut sem náði úr salnum okkar og út á ganga leikskólans. Ein deild í einu fékk að njóta sín í brautinni og skemmtu þau sér mjög vel.
...Þann 8.október varð leikskólinn okkar 31 árs.
Í tilefni dagnsins komu börn og starfsfólk saman í salnum og sungu afmælissöngin og dönsuðu.
Í síðdegishressingunni fengum við svo súkkulaðiköku og heppnaðist afmælisdagurinn vel.
...Elstu nemendur okkar á Bakka ásamt fjölskyldum sínum færðu okkur fallega gjöf núna rétt fyrir sumarfrí.
Þar voru tvö stærðfræðispil og tvö apaspil sem Bakkabörnum hefur þótt gaman að spila í vetur.
Við sendum okkar bestu þakkir fyrir þessar gjafir sem munu k...
Við lok sumarhátíðar á miðvikudaginn fengum við gjöf frá foreldrafélaginu.
Fjögur spil og segulkubba, kærar þakkir fyrir okkur
...