news

Lestrarátak í Heiðarseli

21. 02. 2020

Síðastliðnar tvær vikur hefur verið lestrarátak hér í Heiðarseli.

Börn ásamt foreldrum hafa verið að skrá hvaða bækur er verið að lesa heima. Börnin fengu bein til að fara með heim og á beinið var skrifað nafnið þeirra, heiti bókar og blaðsíðufjölda. Síðan komu þau aftur með beinið/in í leikskólann og hengdu þau á vegg á ganginum hjá honum Lubba.

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig beinafjallið hans Lubba hefur stækkað síðustu tvær vikurnar


© 2016 - 2021 Karellen