news

Höfundar í heimsókn

19. 12. 2019

Við í Heiðarseli vorum svo lánsöm að fá til okkar tvo höfunda til að lesa upp úr bókum sínum.

Í nóvember kom Áslaug Jónsdóttir sem er meðal annars höfundur skrímsla bókanna og las og sýndi börnunum á Bakka og Brekku myndir á skjávarpa.

Í desember kom svo Katrín Ósk Jóhannsdóttir sem er höfundur bókarinnar mömmugull og las hún upp úr bókinni fyrir börnin á Hóli.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

© 2016 - 2020 Karellen