news

Heilsu- og forvarnarvikan

02. 10. 2019

Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður haldin 30. september. – 6. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Fyrirtæki og stofnanir á svæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem almenningur er hvattur til að kynna sér á vef Reykjanesbæjar.

Í Heilsuleikskólanum Heiðarseli verður unnið áfram með það góða starf sem unnið er á hverjum degi.

Við munum borða hollan og góðan mat og ávaxta – og grænmetisstundir okkar eru áfram tvisvar sinnum á dag. Börnin fara öll tvisvar til þrisvar sinnum í salinn í skipulagða hreyfingu þar sem þemað verður heilsa og hollusta. Þar munu þau fá fræðslu um þann jákvæða ávinning sem fylgir því að temja sér heilbrigða lifnaðarhætti þar á meðal um hollt fæði og hreyfingu.

Börn og starfsfólk hreyfa sig líka saman í leikskólanum bæði á útisvæði leikskólans sem og í nærumhverfinu í vettvangsferðum.

Starfsfólkið mun að sjálfsögðu líka fá hollt og gott fæði í leikskólanum eins og alla aðra daga en þar að auki verður boðið upp á einhverja hollustu í kaffitímum starfsfólks.

Einnig ætlar starfsfólkið að fara saman í göngutúr eftir vinnu 1-2 í þessari viku.

© 2016 - 2020 Karellen