news

Gjöf til starfsmanna Heiðarsels

23. 05. 2019

Í gær komu góðir gestir færandi hendi með gjöf handa starfsfólki Heiðarsels.

Það voru hjónin Magnús og Sigurbjörg ásamst börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Barnabörnin eru 10 samtals og hafa þau öll verið nemendur hér í Heiðarseli, því hafa þau verið amma og afi hér í samfellt 21 ár. Sigurbjörg og Magnús hafa fylgt þeim öllum vel eftir og hefur samfylgdin verið ánægjuleg.

Þetta er nokkuð einstakt í sögu leikskólans og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur.


© 2016 - 2020 Karellen