news

Gjöf frá elstu börnunum á Bakka og fjölskyldum þeirra

10. 12. 2018

Elstu börnin okkar á Bakka ásamt fjölskyldum sínum komu færandi hendi með gjöf frá þeim börnum sem munu ljúka leikskólagöngu sinni næsta sumar. Þau ákváðu að koma snemma með gjöfina svo að þau gætu líka fengið að njóta hennar.

Að gjöf fengum við Osmo sem er kennslutæki fyrir Ipad.

Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad
en meira en 22.000 skólar í 42 löndum hafa tekið það í notkun

Skynjari er settur á tækið og hann nemur hvað gert er fyrir framan, hvort sem
það er með penna, púsli eða hreyfingu.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og vitum að þetta mun nýtast okkur vel.

© 2016 - 2020 Karellen