Gjöf frá Menntamálastofnun

05. 10. 2018

Í vikunni komu Lions menn færandi hendi en þeir tóku að sér að dreifa gjafapakningu frá Menntamálastofnun í alla leikskóla. Í gjafapakkanum er námsefni sem býður upp á fjölbreytta vinnu tengda orðaforða og stafa- og hljóðavitund barna en samkvæmt rannsóknum hafa þessir þættir mikið forspágildi fyrir læsi. Í pakkanum má finna hreyfispil, tónlistarleiki, bókstafi, léttlestrarbækur og fleira. Bestu þakkir fyrir okkur þetta mun nýtast okkur vel í leik og starfi.

© 2016 - 2019 Karellen