news

Gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing

12. 09. 2019

Við í Heiðarseli voru svo lánsöm eins og allir aðrir leikskólar í landinu að fá veglega gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing. Í gjöfinni var kennslusett úr lærum og leikum með hljóðin sem Bryndís er höfundur af.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og vitum að námsefnið á eftir að koma að góðum notum hér í Heiðarseli enda höfum við notað námsefnið frá Bryndísi um árabil.

Einnig viljum við benda á að öppin hennar Bryndísar lærum og leikum með hljóðin og froskaleikurinn eru frí fram til 1.október.

© 2016 - 2020 Karellen