Í dag fimmtudaginn 8.október er Heilsuleikskólinn Heiðarsel 30 ára.
Börn og starfsfólk hafa gert sér glaðan dag með því að dansa og syngja inni á deildum, borðað pizzu og franskar í hádeginu og í nónhressingunni ætlum við að gæða okkur á afmælisköku.
Því miður höfum við ekki getað tekið á móti gestum í tilefni dagsins það bíður betri tíma.
Okkur hafa borist afmælisgjafir og viljum við senda kærar þakkir fyrir.